Matseðill / mötuneyti

Matseðill mánarins

Smellið á hlekkinn til að skoða nánar.

Matseðill fyrir mars

Sigurgeir sér um matseldina á hverjum degi. Magga og Svava sjá um eldhúsið í Naustatjörn.

Morgunverður:
Morgunverður saman stendur af hafragraut sem boðið er upp á alla daga, súrmjólk sem boðið er upp á 2 – 3 í viku, Cheerios sem boðið er upp á 2 – 3 í viku og Kornflakes 2 – 3 í viku. Þetta gerir það að verkum að börnin hafa  val um hafragraut og  kornmeti eða hafragraut, kornmeti og súrmjólk alla daga vikunnar. Lýsi, mjólk og vatn er í boði á hverjum degi. Rúsínur eru einnig alltaf í boði fyrir börnin til að gefa þeim ávaxtasykur að morgni.

Ávextir:
Um miðjan morgun er börnunum boðið upp á ávaxtabita til hressingar. Einnig fá þau ávexti í hádeginu og með síðdegishressingunni.

Hádegisverður:
Lagt er upp með tvær fiskimáltíðir, tvær kjötmáltíðir og eina létta máltíð í hádegisverð. Boðið er upp á ferskt salat með matnum og soðið grænmeti einu sinni í viku. Vatn er alltaf með hádegisverði.

Síðdegishressing:
Brauð eða hrökkbrauð með áleggi og mjólk og vatn.