Category Archives: Vökuvellir

Vökuvellir-barnafundur

Skemmtilegar umræður á barnafundi: „mig langar að sjá sólina“ „nei þú getur það ekki, sjáðu, það er myrkur“ „sólin er sofandi“ það er nótt“ „sólin kemur þegar nóttin er vöknuð“

Vökuvellir-nýárskveðja

Við óskum ykkur gleðilegs nýs árs með þökk fyrir það gamla. Við hófum nýja árið á því að kveðja jólin með söng og flugeldum í garðinum okkar. Einnig höfðum við rafmagnslausan dag þar sem börnin mættu með vasaljós og léku sér í ljósi og skuggum. Veturinn ákvað að láta sjá sig og er búið að… Read More »

Vökuvellir – Jólajóla

Kæru foreldrar 🙂 við á Vökuvöllum erum búin að vera önnum kafin við að undirbúa jólin. Æfa jólalög, jólaföndra, búa til jólagjöfina ykkar sem er núna komin í hólfin og margt fleira skemmtilegt. Jólaföndur, Jólasveinahúfukakó, jólaball og jólastund í sal með jólamat á eftir eru allt viðburðir hjá okkur í desember sem nú eru liðnir. Á morgun… Read More »

Vökuvellir

Börnin á Vökuvöllum eru búin að vera dugleg við jólagjafagerð og eru pakkarnir tilbúnir til afhentingar á morgun á litlu jólunum okkar.

Vökuvellir-fyrsti snjódagurinn

Loksins loksins segja sumir… Snjórinn lét loksins sjá sig.. við náðum í snjó inn og fengu börnin að smakka… einnig settum við lit í snjóinn og létum hann svo bráðna…   

Vökuvellir – Yngri hópur og skynfærin

Með 2 ára börnunum vinnum við með verkefnið „ég sjálfur og líkaminn minn“. Fjölskyldutrén okkar eru að taka á sig mynd og fóru nokkur upp á vegg í dag, við bíðum núna bara eftir fleiri myndum 🙂 Þannig geta þau alltaf séð myndir af sjálfum sér með fjölskyldu og ættingjum í leikskólanum. Undan farið höfum… Read More »

Vökuvellir – Heimir í heimsókn

Heimir frá Tónlistarskóla Akureyrar kom í dag (15. nóvember) og spilaði undir frábæra söngstund í salnum með okkur öllum á Naustatjörn. Við á Vökuvöllum sátum á fremsta bekk og voru börnin alveg dolfallin, svo skemmtileg tilbreyting og frábært að hafa undirspil.

Vökuvellir – FJÖLSKYLDUTRÉ

Eins og sést á meðfylgjandi mynd finnst börnunum okkar rosalega gaman að mála (sjá allar myndirnar hér: https://www.flickr.com/photos/136540095@N04/albums/72157675997170905). Í dag máluðu allir sitt fjölskyldutré, þannig að núna bíða börnin (og við 😉 spennt eftir að fá fjölskyldumyndir til að líma á trén. Eins og við höfum nefnt áður þurfa myndirnar ekki að vera framkallaðar á ljósmyndapappír, það… Read More »

Vökuvellir-ferðir

Börnin á Vökuvöllum hafa verið mjög dugleg að fara í ferðir og eru orðin duglega að halda hópinn og fylgja reglum. Við höfum farið í bæjarferðir, strætóferðir, lystigarðinn og á leikvelli í nágrenninu.

Vökuvellir-bangsavika

Núna er bangsavika í leikskólanum þar sem alþjóðlegi bangsadagurinn er núna í vikunni, 27. október. Börnin límdu saman líkamsbúta bangsa og kom það skemmtilega út. Þetta þjálfar hjá þeim líkamsvitund, rýmisgreind, nákvæmni og samhæfingu. Börnin mega síðan koma með sína bangsa í leikskólann þessa viku.