Category Archives: Huldusteinn

Friðrik Veigar 5 ára og pizza í hádeginu :o)

Í gær heldum við upp á 5 ára afmæli Friðriks Veigars í samveru. Afmælisbörn Huldusteins fá kórónu í tilefni dagsins og svo er haldin afmælissamvera þar afmælisbarnið er heiðrað með söng og húrra hrópum. Þá fá þau líka að velja hvað sungið er í samveru og fá  sérstakan afmælis borðbúnað fyrir hádegið :o). Í gær var… Read More »

Ævintýraferð á Huldusteini. 04.02.2016

Í morgun fórum við í ævintýraferð og tókum með okkur þoturassa upp á Tjarnarhólinn. Veðrið var dásamlegt og frábært að renna á fullu niður brattan og vaða svo snjóinn alla leið upp. Frábær stund með hraustum og glöðum börnum. Endilega skoðið myndir úr ferðinni undir flipanum „Myndir“.