Föstudagur 24. nóvember – lokað vegna veðurs
Í dag föstudaginn 24. nóvember er lokað í öllum leik- og grunnskólum á Akureyri vegna veðurs.
Í dag föstudaginn 24. nóvember er lokað í öllum leik- og grunnskólum á Akureyri vegna veðurs.
Undanfarna daga hefur verið nóg að gera á Huldusteini í allskonar jólastússi, jólabakstur, jólaverkstæði og jólakakó. Í gær vorum við að dansa í kringum jólatréð og í dag var jólastund í sal þar sem allir á Naustatjörn hittust og sungu saman og kennarar sýndu skuggleikritið um Greppikló. Eftir það fengum við jólamat að borða. Nýjar… Read More »
Í vikunni vorum við á Huldusteini með skemmtun í sal og heldum upp á 4ra áraafmæli Júlíu Margrétar. Myndir komnar inn á myndalink.
Í gær héldum við vorboð á Huldusteini. Börnin voru búin að bíða í marga daga eftir þessum viðburði enda búin að æfa lögin vel sem þau sungu fyrir foreldra. Börnin stóðu sig frábærlega að venju og höfðu mjög gaman af að sýna verkin sín. Þá var líka boðið upp á súkkulaðibitasmákökur, kaffi og mjólk, þetta… Read More »
Lauf og blómahópur og þriggja blaða smárarnir fóru í ferð að skoða styttuna af Helga magra og frú. Þeim fannst styttan flott og þau fengu að heyra söguna á bak við kennileitin þar í kring og að þau byggðu sér bæ á Kristnesi og allt það. Við héldum svo uppá afmæli Björgvins seinna sama dag… Read More »
Í síðustu viku fóru Hófí og Stella með hópana sína í styttuferð, við skoðuðum útilistaverkin „Heimur vonar“ og „Útlaginn“ og „Tilvera“, myndir úr ferðinni á myndasíðunni. Geiri kokkur safnaði saman fullt af paprikufæjum í eldhúsinu og bauð deildum, börnin settu síðan fræin í mold í hópastarfi og fara með sína paprikudollu heim. Myndir á heimasíðu.
Nú er búið að setja inn helling af myndum frá yngismeyjardeginum. Strákarnir á deildinni voru búnir að gera kórónur á yngismeyjarnar sem þeir færðu þeim í samveru og svo sungu þeir líka fyrir stelpurnar nokkur lög að eigin vali. Á meðan stákarnir fóru í útiveru fengu stelpurnar dekur. Þær fengu fótabað og fótanudd með ilmandi… Read More »
Í hópstarfi í dag gerðum við tilraun. Við settum blöðrur á plastflöskur og settum aðra flöskuna ofan í kalt vatn og hina í heitt vatn. Við veltum þessum spurningum fyrir okkur: Hvað gerist þá? Blaðran sem er í heita vatninu blés upp en ekki blaðran í kalda vatninu. Af hverju gerist það? Heita vatnið hitaði loftið í… Read More »