Category Archives: Fífilbrekka

Fífilbrekka og Sunnuhvoll í sólskinsferð

Í dag fóru börn og kennarar á elstu deildunum tveimur út í bæ að leita að sólskininu. Við komum við í Sundlaugargarðinum og lékum okkur þar. Þar vorum við heppin að hitta gamla vini sem voru eitt sinn á Naustatjörn. Síðan fórum við á Hamarkotstúnið og vörðum þar mestum hluta dagsins við leik, allskyns boltaleiki,… Read More »

Sunnuhvoll og Fífilbrekka

Sunnuhvoll – Fífilbrekka árg. 2010. Á morgun miðvikudag og fimmtudag eru vorþemadagar hjá Sunnuhvoli, Fífilbrekku og 1.bekk (árgangi 2009-2010). Ætlunin er að skipta börnunum í tvo hópa, annar hópurinn verður í verkefnavinnu inn á 1.bekkjarsvæðinu en hinn hópurinn á að vera í þrauta- og leikjavinnu upp í Naustaborgum og svo öfugt daginn eftir. Nú er… Read More »

Krakkarnir á Fífilbrekku og Sunnuhvoli í íþróttum

Elstu krakkarnir á Fífilbrekku og Sunnuhvoli fengu í gær að æfa sig að fara í íþróttatíma. Við fórum með rútu í Glerárskóla þar sem krakkarnir í Naustaskóla fara í íþróttir þar og hittum íþróttakennarana sem kenna þeim. Þetta gekk ljómandi vel og allir stóðu sig vel. Það er komið fullt af myndum úr tímanum, sumar… Read More »

Fífilbrekka – febrúar og mars í máli og myndum

Núna erum við loksins búnin að setja inn fullt af myndum eftir allt of langan tíma. Febrúar og mars voru frábærir og viðburðarríkir mánuðir hjá okkur, en því miður gleymist oft að mynda börnin í hópastarfinu. Við vorum í endurvinnsluþema með Sunnuhvoli tvo daga í röð um miðjan febrúar. Þar vorum við með fimm stöðvar;… Read More »

Fífilbrekka – Ævintýraferðir í Naustaborgir

Við fórum í ævintýraferðir 8. og 15. febrúar upp í Naustaborgir og lékum okkur á okkar heimasvæði sem heitir Naustir. Þar voru börnin að leika sér í snjónum ýmist að stökkva af rústunum eða leika sér í skóginum og tína köngla. Allir skemmtu sér k0nunglega og ætlum við að fylgjast með hvernig gróðurinn vex og… Read More »

Fífilbrekka – Píla Pína í Hofi 9. febrúar ´16

Þann 9. febrúar fengum við að fara og hitta Pílu Pínu í menningarhúsinu okkar Hofi. Hún sagði okkur aðeins frá sér og fjölskyldu sinni. Einnig sýndi hún okkur hvar hún á heima og hvernig skólastofan hennar er. Börnin fengu plakat og leikskrá til að taka með sér heim. Þið getið farið á myndasíðuna okkur og… Read More »

Fífilbrekka – Öskudagurinn 10. febrúar ´16

Öskudagurinn var skemmtilegur eins og alltaf. Við byrjuðum daginn á því að hafa opið á milli Fífilbrekku og Sunnhvols. Síðan héldum við á ball í salnum á Naustatjörn með Búðargili og Tjarnarhóli þar sem kötturinn var sleginn úr tunnunni og allir fengu popp. Endilega kíkiði á myndirnar á myndasíðunni okkar.

Fífilbrekka – nemendaskipti við 1. bekk

Í dag var mjög skemmtilegur og öðruvísi dagur þar sem að öll börnin okkar fóru yfir í 1. bekk og unnu verkefni þar á meðan að 1. bekkur lék sér hjá okkur 🙂 Myndir koma inn seinna í dag 🙂 Bestu kveðjur kennarar Fífilbrekku