Skóladagatal og Starfsáætlun fyrir skólaárið 2018 – 2019

Skóladagatal og Starfsáætlun fyrir skólaárið 2018 -2019 eru komin inn á síðuna. Hægt er að finna þessi skjöl undir Upplýsingar > Skóladagatal og Starfsáætlun. Foreldrar geta séð hvað er í gangi  hverju sinni í starfi skólans og geta jafnframt séð allar lokanir vegna kennarafunda og skipulagsdaga fyrir þetta tímabil á Skóladagatali. Örlítil breyting var gerð á lokunardögum frá samþykktum drögum. Tveir tveggja tíma fundir voru færðir af mánudegi yfir á föstudag í sömu viku til að samræma betur lokunardaga Naustatjarnar og Naustaskóla. Tveggja tíma lokun var færð af mánudeginum 25. mars til föstudags 29. mars og tveggja tíma lokun var færð af mánudeginum 6. maí til föstudags 10. maí.
Foreldarráð skólans og Fræðsluráð hafa samþykkt skóladagatalið fyrir sitt leyti.