Dagur leikskólans

Í tilefni af degi leikskólans sem var í gær 6. febrúar þá fóru börn sem fædd eru 2012 og 2013 í Hof og tóku þátt í söngvaflóði. Yngri deildarnar Búðargil og Vökuvellir eða börn fædd 2014, 2015 og 2016 fóru í  í Bónus í Naustahverfi og hengdu upp myndlistarsýningu þar.

Í dag 7. febrúar er opið hús á Naustatjörn og við viljum hvetja alla foreldra til þess að koma og kíkja á hvað við erum að gera í leikskólanum.

Eva Reykjalín byrjar í dag með danskennslu fyrir öll börn í leikskólanum í boði foreldrafélagsins. Þetta verða fjórir dagar tveir í febrúar og tveir í mars.