Jólin á Búðargili

By | 15/12/2017

Nú er búið að vera mjög mikið að gera hjá okkur á búðargili í kringum jólin og höfum við verið að föndra jólaskraut og gera jólagjafirnar ykkar, svo höfum við að verið að opna jóladagatal þar sem við fáum eitt lag á hverjum degi og fá börnin að fara heim með heim það sem þau draga

Svo í dag föstudaginn 15 desember var mikið um að vera, við dönsuðum í kringum jólatré, vorum með jólastund í sal þar sem kennarar sungu fyrir börnin og svo borðuðum við jólamat. Allir voru í sínu fínasta pússi og var þetta mjög skemmtilegur dagur. Ég er búin að setja inn myndir af þessum degi og hér kemur linkur inn á  albúmið

 

Jólaball og jólamatur 15 desember

Við fórum í ljósaferð um daginn og hér eru einnig myndir af þeirri ferð

Ljósaferð

einnig viljum við minna á skráningarblaðið sem hengur uppi á töflu hjá okkur um frí barnanna ykkar, ef þið ætlið að hafa börnin í fríi milli jóla og nýjárs, gott að fá að vita það upp á mat og fleira

kær kveðja

Kennarar Búðargils