Vökuvellir – Lesdreki 20. mars – 19. apríl

By | 22/03/2017

Kæru foreldrar 🙂

Við erum núna frá 20. mars til 19. apríl í lestrarátaki með ykkur og börnunum. Við erum búin að koma fyrir drekahaus og drekahala inn í sal og börnin ykkar búin að klippa út hringi til að fylla inní hvað bókin heitir sem er lesin heima og aldur barnsins sem lesið er fyrir. Hringirnir hanga framan á deildarhurðinni okkar í pappírsvasa sem merktur er „Lestrarátak“ og þið takið slíka miða með ykkur heim, fyllið þá út með barninu eftir lesturinn og komið með hann í leikskólann daginn eftir.
Markmiðið er að hvetja til lesturs bóka fyrir börnin heima fyrir og gera þann lestur sýnilegan á skemmtilegan hátt.

IMG_0338

Drekinn okkar er nú þegar kominn með þennan búk og það verður spennandi að sjá hvernig hann mun líta út þann 19. apríl 🙂

Kær kveðja allir á Vökuvöllum