Vökuvellir – Flugvélaþema

By | 22/03/2017

Við á Vökuvöllum gripum á lofti flugvéla áhuga barnanna og ákváðum að tengja flugvélaþema inn í Þjóðmenningarvikuna. Við teiknuðum stóra flugvél og heiminn okkar á maskínupappír sem börnin máluðu saman. Við gerðum flugmiða og mátti hvert barna velja sér land til að heimsækja frá Íslandi af þeim löndum sem við tengjumst á deildinni. Löndin voru Spánn (Ásdís fór á ráðstefnu í Barcelona í síðustu viku), Noregur (Karen er uppalin í Noregi), Pólland (Marzena er þaðan), Tékkland (Elín er þaðan) og Ungverjaland (Oliver er þaðan).
Við fórum í „flugferð“ inná deild þar sem að Karen og Ásdís voru flugstjórar og Sigrún og Marzena flugfreyjur. Börnin komu með ferðatöskur með sér í leikskólann sem þau geymdu síðan undir sætunum hjá sér. Við hlustuðum á alvöru flugvélahljóð í hátalara og gerðum þetta að skemmtilegri upplifun 🙂 Eftir flugtak gengum við frá borði og löbbuðum um leikskólann þar sem að aðrar deildir og rými skólans urðu þessi fimm lönd sem við ætluðum að heimsækja. Börnin fengu loks að líma mynd af sér inn í teiknuðu flugvélina okkar sem hangir uppi á vegg inná deild og við merktum við á heimskortinu hvaða lönd við fórum til með því að tengja fána þeirra landa inná það.
Við munum halda áfram með flugvélaþemað okkar fyrir uppákomu í sal sem við verðum með í næstu viku fyrir leikskólann og syngja m.a.frumsamið lag sem heitir Vökuvellir erum við 😉
IMG_0299

Endilega skoðið albúmið frá þessum skemmtilega degi hér