Yngissveina- og yngismeyjadagur

By | 14/03/2017

Smá fróðleikur um þessa hátíðsdaga, sem verða á næstunni hjá okkur:

Harpa er sjöundi mánuður ársins og fyrsti sumarmánuðurinn í gamla norræna tímatalinu. Kemur næstur á eftir einmánuði síðasta mánuði vetrar. Harpa hefst á næsta fimmtudegi eftir 18. apríl. Fyrsti dagur hörpu er jafnframt haldinn hátíðlegur sem sumardagurinn fyrsti. Eins er hann nefndur yngismeyjardagur og þeim helgaður rétt eins og fyrsti dagur einmánaðar var helgaður sveinum og nefndur yngissveinadagur

Yngissveinadagur er 21. mars n.k. og yngismeyjadagur verður haldinn 26. apríl.