Tilkynning frá Skóladeild vegna innritunar 2017

Foreldrum sem óska eftir leikskóla fyrir börn sín skólaárið 2017 – 2018 er bent á að mikilvægt er að skila inn umsókn um leikskóla fyrir 15. febrúar n.k. Hið sama gildir um foreldra sem óska eftir flutningi milli leikskóla fyrir börn sín. Umsóknum skal skilað á rafrænu formi. Innritunarbréf vegna leikskólainnritunar verða send á rafrænu formi í byrjun marsmánaðar. Gert er ráð fyrir að flest börn hefji aðlögun eftir að árgangur 2011 útskrifast úr leikskólunum þ.e. í ágústmánuði 2017. Ef umsóknir um flutning berast eftir 15. febrúar er ekki hægt að tryggja að flutningur milli leikskóla geti átt sér stað fyrir komandi skólaár. Lesa meira