Sunnuhvoll – jólakveðja

By | 20/12/2016

Þessi síðasta vika fyrir jól hefur einkennst af jólaanda. Við fórum í gær í Hlíð og sungum þar jólalög fyrir aldraða. Þar var okkur vel tekið og við trúum því að okkur hafi tekist að bæta í jólaandann hjá fólkinu. Í dag fórum við í miðbæinn, húsvitjuðum hjá foreldrum Elínórs í Center Apartment hotel. Þar skoðuðum við okkur um og fengum jólahressingu. Síðan kíktum við á jólatréið á torginu, jólaköttinn og hittum Stekkjastaur sem var að koma úr Skóhúsinu að kaupa sér nýja skó. Næstu dagar verðum við heima í rólegheitum, leikum okkur úti og inni, föndrum og ýmislegt skemmtilegt.

Við óskum ykkur góðra og gleðilegra jóla og þökkum fyrir gott samstarf á þessari haustönn.