Sunnuhvoll

By | 16/11/2016

Við vorum að setja inn nýjar myndir. Það er búið að vera ýmislegt um að vera hjá okkur undanfarið. Við fórum í skemmtilega heimsókn í vikunni um borð í Oddeyrina til Pálma pabba Hilmars Gauta, þar sáum við margt spennandi og skemmtilegt og börnin voru til fyrirmyndar. Í dag vorum við svo aðeins að fjalla um dag íslenskrar tungu, og hvað tungumálið okkar er mikilvægt og hvað við þurfum að passa upp á það. Við lituðum líka mynd af skjaldarmerkinu okkar íslendinga og fræddumst um hvað væri á því. Gaman að vita hvað situr eftir af þeirri umræðu 🙂

Á föstudag ætlum við að vinna verkefni með Fífilbrekku, tengt degi íslenskrar tungu.

Kveðja kennarar.