Tjarnarhóll – septemberfréttir

By | 12/09/2016

Komið þið sæl kæru foreldrar.

Tvær stúlkur hættu hjá okkur í lok ágúst og fóru í aðra leikskóla. Það voru Unnur Dúa og Sólveig. Við þökkum þeim og foreldrum þeirra innilega fyrir samveruna á Naustatjörn og óskum þeim alls hins besta á nýjum slóðum. Ný stúlka byrjar hjá okkur í aðlögun í lok september. Hún heitir Ninja Rós Viktorsdóttir Fossdal og fer í elsta hópinn. Við bjóðum hana og fjölskyldu hannar velkomin til okkar.

Formlegt hópastarf hefst ekki fyrr en í október, en við  höfum skipt börnunum upp í 3 hópa og ákveðið hvaða  kennarar verða með hvern hóp. September munum við nota til að kynnast hvert öðru og æfa dagskipulagið. Við erum byrjuð að fara í hópana okkar og  hafa barnafundi, fara í salinn og ævintýraferðir.  Áherslan nú í september verður aðallega á að kynnast hvert öðru og læra reglurnar á Tjarnarhóli og æfa að leika saman. Það að flytja á aðra deild, kynnast nýjum kennurum, börnum og breyttu dagskipulagi kallar á það að fara hægt og rólega af stað og æfa okkur skref fyrir skref í samskiptunum. Aðalmálið er að börnin finni sig örugg og nái vel saman og að við kennararnir fáum tækifæri til að kynnast barnahópnum sem best.

Næsta fimmtudag, 15. sept. lokar leikskólinn kl. 12:00 vegna kennarafundar og föstudaginn 16. sept. er hann lokaður allan daginn, en þá erum við kennararnir að skipuleggja verkefni vetrarins.

Það eru komnar inn nokkrar myndir sem við höfum tekið undanfarið.

Með bestu kveðjum

Elísabet, Margrét, Helena Rós og Sibba