Tjarnarhóll Sumarlokun

By | 01/07/2016

Á mánudaginn hefst sumarlokun leikskólans. Við vonum að þið kæru foreldrar og börn, eigið gott sumarfrí saman og njótið þess. Í annari viku eftir opnun hefst aðlögun milli deilda. Þá kveðjum við börnin sem flytja á Fífilbrekku og Sunnuhvol en þau hafa verið hjá okkur síðasta skólaár og sum reyndar í 2-3 ár og fáum 22 ný börn á deildina.  Við þökkum ykkur innilega fyrir samveruna og frábæran tíma sem við höfum átt með ykkur öllum.

Ísey Nanna og Lilja Rós eru að kveðja okkur og flytja í nýja leikskóla. Við þökkum þeim innilega fyrir samveruna og óskum þeim og fjölskyldum þeirra alls hins besta á nýjum vettvangi.

Njótið frísins

Kennarar Tjarnarhóls (Búðargils :))