Fífilbrekka og Sunnuhvoll í sólskinsferð

By | 23/06/2016

Í dag fóru börn og kennarar á elstu deildunum tveimur út í bæ að leita að sólskininu. Við komum við í Sundlaugargarðinum og lékum okkur þar. Þar vorum við heppin að hitta gamla vini sem voru eitt sinn á Naustatjörn. Síðan fórum við á Hamarkotstúnið og vörðum þar mestum hluta dagsins við leik, allskyns boltaleiki, frisbý-golf og ævintýri í skóginum. Við borðuðum meira að segja hádegismat á túninu þar sem við tímdum ekki að fara heim strax. Myndir frá ferðinni er að finna á myndasíðunni okkar.