Huldusteinn. Yngismeyjardagur og afmæli Elísabetar.

By | 18/04/2016

Nú er búið að setja inn helling af myndum frá yngismeyjardeginum. Strákarnir á deildinni voru búnir að gera kórónur á yngismeyjarnar sem þeir færðu þeim í samveru og svo sungu þeir líka fyrir stelpurnar nokkur lög að eigin vali.  Á meðan stákarnir fóru í útiveru fengu stelpurnar dekur. Þær fengu fótabað og fótanudd með ilmandi kremi, fengu  slökunstund og voru svo naglalakkaðar í lokin í öllum regnbogans litum. Notaleg og skemmtileg stund :o). Þennan dag heldum við líka upp á afmælið hennar Elísabetar, myndir af afmælisstúlkunni eru líka komnar í myndasafnið.