Fífilbrekka – febrúar og mars í máli og myndum

By | 06/04/2016

Núna erum við loksins búnin að setja inn fullt af myndum eftir allt of langan tíma.
Febrúar og mars voru frábærir og viðburðarríkir mánuðir hjá okkur, en því miður gleymist oft að mynda börnin í hópastarfinu.
Við vorum í endurvinnsluþema með Sunnuhvoli tvo daga í röð um miðjan febrúar. Þar vorum við með fimm stöðvar; Vatnstilraunir, föndur úr verðlausum efnivið, fróðleik og fleiri verkefni tengd umhverfismennt.

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Í hópastarfi gerðum við tilraun um stöðurafmagn, fjölluðum um alheiminn og sólkerfið og völdum okkur reikistjörnu til að teikna, lita og klippa út. Við skoðuðum jörðina, mismunandi menningu, lönd og fána í þjóðmenningarvikunni og unnum þá einnig í stöðvavinnu. Við páskaföndruðum fyrir páskana í stöðvavinnu og skreyttum deildina okkar með hluta af því og hluti fór heim með börnunum.

Barnafundirnir eru reglulega og í dag fjölluðum við um það hvað við getum gert til þess að vernda náttúruna og umhverfið okkar sem og leikskólalóðina okkar. Lóðin okkar kemur viðkvæm undan vetri og því fannst okkur þetta mjög þörf umræða.

Ferðirnar okkar eru yfirleitt myndaðar vel, bæði ævintýraferðirnar og vinnustaðaheimsóknirnar.
Endilega skoðið allar nýju myndirnar og njótið vel 🙂

Kær kveðja frá öllum á Fífilbrekku