Huldusteinn Þriggjablaðasmárar gera tilraun í hópastarfi

By | 24/02/2016

Í hópstarfi í dag gerðum við tilraun. Við settum blöðrur á plastflöskur og settum aðra flöskuna ofan í kalt vatn og hina í heitt vatn.

Við veltum þessum spurningum fyrir okkur:

Hvað gerist þá?

Blaðran sem er í heita vatninu blés upp en ekki blaðran í kalda vatninu.

Af hverju gerist það?

Heita vatnið hitaði loftið í sinni flösku,   heitt loft er  eðlisléttara en kalt loft og stígur því upp. Kalda loftið er þyngra og sekkur niður.

Skemmtileg og spennandi hópastarfstími.  Myndir af vísindamönnunum ungu eru í myndasafni