Verkfærin

Verkfæri Jákvæðs aga hjálpa okkur að forðast refsingar, ofverndun, stjórnun, valdabaráttu, ósjálfstæði og hefnd.

  • Notum opnar spurningar, hvað- hvernig- hvers vegna og hlustum vel á börnin
  • Bjóðum afmarkaða (tvo) valkosti
  • Framkvæmum – tölum ekki bara
  • Notum eins fá orð og mögulegt er (10 orða markmið)
  • Komum því til skila með viðmóti okkar að við viljum börnunum vel (message of caring)
  • Notum léttleika (húmor) á réttan hátt án þess að það sé á kostnað einhvers
  • Sköpum venjur með börnunum
  • Speglun – viðurkennum tilfinningar okkar, notum orðalagið „ég tók eftir því að…“
  • Veitum aðhald, festu og eftirfylgni með góðvild
  • Gefum börnunum ákveðið hlutverk í hópnum/skólanum, þau finna að þau eru hluti af heildinni og að þau skipta máli
  • Hvetjum börnin til að koma með lausnir
  • Lítum á mistök sem tækifæri til að læra/tækifæri til náms
  • Lýsum líðan okkar heiðarlega og opið, „mér líður …“
  • Ef við segjum eitthvað, skulum við standa við það og fylgja því eftir, ekki hóta einhverju sem við getum ekki eða ætlum ekki að standa við
  • Hrósum fyrir afmörkuð verk, hegðun eða eiginleika í stað þess að segja t.d. „þú ert frábær“
  • Notum spurningar sem draga fram eðlilegar afleyðingar
  • Notum hvatningu í stað refsinga og verðlauna
  • Setjum alla undir sama hattinn, ræðum við þá aðila sem hlut eiga að máli
  • Nýtum barnafundina vel, tökum lítil skref í einu
  • Ákveðum hvað við ætlum að gera
  • Nýtum lausnahjólið
  • Bjóðum upp á jákvæða einveru
  • Hlustum án þess að tala
  • Notum V-A-L (viðurkenna – afsaka – leita lausna)
  • Segjum „nei“ með virðingu og reisn (notið sjaldan)