Umhverfismennt

Strax við upphaf skólans í ágúst 2003 var mörkuð sú stefna að umhverfismennt mundi skipa stóran sess í skólanámskrá skólans og strax  var skipuð umhverfisnefnd sem leiddi starfið frá upphafi. Nefndin sá um að undirbúa og kynna grænfánaverkefnið (sjá síðu hér til hliðar) auk þess að koma á framfæri upplýsingum til annarra kennara.
Árið 2005 var sótt um að Naustatjörn yrði skóli á grænni grein og fór skólinn formlega á grænu greinina í september 2005. Grænfáninn var afhentur í fyrsta sinn árið 2007 og hefur skólinn fengið fánann eftir það árin 2009, 2011, 2013 og síðast 2015.

Í hópastarfi ár hvert er unnið markvisst með umhverfismennt með börnunum. þau læra um fjöllin í kringum okkur, þau læra um veðurfar, um plöntur og dýralíf í ævintýraferðum og síðast en ekki síst læra þau að spara vatn, sápu og pappír inn á snyrtingum  auk þess sem þau læra að endurvinna og endurnýta ýmis konar efnivið í listsköpun og leik.

Markmið Naustatjarnar með umhverfismennt eru:
– að njóta náttúrunnar árið um kring og nýta hana sem leiksvæði og efnivið til uppgötvunar, leikja og skapandi starfs.
– Að flokka úrgang og pappír til endurvinnslu í stað þess að kaupa nýjan efnivið.
– Að safna lífrænum úrgangi í þar til gerðar safntunnur
– Að nota umhverfisvænar hreinsivörur við ræstingu skólans
– Að rækta grænmeti og plöntur í garðinum
– Að spara raforku og vatn eins og hægt er

Umhverfissáttmáli Naustatjarnar er:
– Við þekkjum nánasta umhverfi okkar og göngum um náttúruna af virðingu
– Við endurnýtum það sem hægt er
–  Við flokkum þann úrgang sem fer í endurvinnslu
– Við spörum orku

Leiðir að Umhverfissáttmála Naustatjarnar eru m.a.:
– Að efla umhverfisvitund nemenda með fræðslu, góðu fordæmi og verkefnum
– Að nýta efni sem fellur m.a. til sköpunar, rannsókna og tilrauna
– Að flokka lífrænan úrgang til moltugerðar. Pappír, pappi, fernur, gler, málmar, plastumbúðir, kerti og  rafhlöður er flokkað og sett í endurvinnslu
– Að gæta þess að slökkt sé á rafmagnstækjum þegar þau eru ekki í notkun. Að slökkva á ljósum á svæðum þar sem enginn er og vatn ekki látið renna að óþörfu.

Umhverfisnefnd Naustatjarnar fyrir starfsárið 2017- 2018 skipa:
Fyrir hönd stjórnenda: Aðalheiður Hreiðarsdóttir aðstoðarskólastjóri og sérkennslustjóri.
Fyrir hönd Fífilbrekku:  Helena Rós Þórólfsdóttir iðjuþjálfi.
Fyrir hönd Sunnuhvols: Sigríður Hinriksdóttir leikskólakennari.
Fyrir hönd Tjarnarhóls: Sigurbjörg F. Héðinsdóttir leikskólakennari
Fyrir hönd Huldusteins: Auður Björnsdóttir leikskólaliði.
Fyrir hönd Vökuvalla: Alda Ómarsdóttir leikskólakennari.
Fyrir hönd Búðargils: Þórhalla Friðriksdóttir leikskólakennari og verkefnisstjóri.
Fyrir hönd nemenda: Börn úr árgangi 2012.
Fyrir hönd foreldra: Anna Rósa Halldórsdóttir (HS)