Búðargil- Atburðir í maí

Jæja það er búið að vera mikið um að vera hjá okkur í maí bæði vorboð og hestaheimsóknir og einnig margar ævintýraferðir hér koma linkar inn á það helsta Ævintýraferð upp í naustaborgir Vorboð leiksýning í sal Hestar í heimsókn Bakað fyrir vorboð Ferð í Listigarðinn    

Fréttabréf, dagatöl og matseðill fyrir maí

Fréttabréf og dagatöl frá öllum deildum eru komin inn á síðuna. Matseðill mánaðar er einnig kominn inn. Þessi gögn er að finna undir Upplýsingar > Fréttabréf og dagatöl deilda og Upplýsingar > Matseðill/mötuneyti.

Fréttabréf, dagatöl og matseðill fyrir apríl

Fréttabréf og dagatöl frá öllum deildum eru komin inn á síðuna. Matseðill mánaðar er einnig kominn inn.  Þessi gögn er að finna undir Upplýsingar > Fréttabréf og dagatöl deilda og Upplýsingar > Matseðill/mötuneyti.

Vökuvellir – Lesdreki 20. mars – 19. apríl

Kæru foreldrar 🙂 Við erum núna frá 20. mars til 19. apríl í lestrarátaki með ykkur og börnunum. Við erum búin að koma fyrir drekahaus og drekahala inn í sal og börnin ykkar búin að klippa út hringi til að fylla inní hvað bókin heitir sem er lesin heima og aldur barnsins sem lesið er… Read More »

Vökuvellir – Flugvélaþema

Við á Vökuvöllum gripum á lofti flugvéla áhuga barnanna og ákváðum að tengja flugvélaþema inn í Þjóðmenningarvikuna. Við teiknuðum stóra flugvél og heiminn okkar á maskínupappír sem börnin máluðu saman. Við gerðum flugmiða og mátti hvert barna velja sér land til að heimsækja frá Íslandi af þeim löndum sem við tengjumst á deildinni. Löndin voru… Read More »

Yngissveina- og yngismeyjadagur

Smá fróðleikur um þessa hátíðsdaga, sem verða á næstunni hjá okkur: Harpa er sjöundi mánuður ársins og fyrsti sumarmánuðurinn í gamla norræna tímatalinu. Kemur næstur á eftir einmánuði síðasta mánuði vetrar. Harpa hefst á næsta fimmtudegi eftir 18. apríl. Fyrsti dagur hörpu er jafnframt haldinn hátíðlegur sem sumardagurinn fyrsti. Eins er hann nefndur yngismeyjardagur og þeim helgaður rétt eins og fyrsti dagur einmánaðar var… Read More »

Bókasafnsferðir

Nú eru komnar myndir inn frá öllum bókasafnsferðunum sem við fórum í síðustu viku.  Þetta voru skemmtilegar ferðir sem börnin höfðu gaman af 🙂 Bókasafnsferðir

Vökuvellir-nýjar myndir

Myndir frá bollu- og öskudegi eru komnar á myndasíðuna okkar. Einnig myndir úr ferðum. Yngri hópur skellti sér strætóferð í vikunni og heimsótti leikskólann Pálmholt.

Tjarnarhóll

Komnar eru myndir af tilrauninni okkar með eggjaskurn, gosdrykki og vatn inn á myndasíðuna.

Kennsluáætlanir deilda

Nú eru kennsluáætlanir fyrir vorönn 2017 komnar inn á síðuna frá öllum deildum. Þessi gögn eru undir Skólastarfið> Kennsluáætlanir.