Foreldrafélag skólans

Á Naustatjörn er starfandi foreldrafélag. Markmið félagsins er að efla tengsl foreldra í starfi leikskólans og tryggja velferð barnanna sem best.
Árlega er kosin ný stjórn, nauðsynlegt er að 1-2 stjórnarmeðlimir sitji í 2 ár til að fylgja eftir því sem gert hefur verið árið áður.
Stjórn félagsins tekur ákvörðun um nýtingu sjóðsins en öllum er frjálst að koma með tillögur. Markmiðið er að nýta sjóðinn til gagns og gaman og í einhverja þætti sem ekki er gert ráð fyrir í fjárlögum leikskólans.

Stjórn Foreldrafélags Naustatjarnar veturinn 2016 – 2017
Formaður:
Halldóra Smáradóttir. Netfang halldoraw hjá gmail.com Á barn á Búðargili
Gjaldkeri:
Þóra Hlynsdóttir. Netfang thora hjá efling.is Á barn á Tjarnarhóli
Meðstjórnendur:
Ingibjörg Þórðardóttir. Netfang husfreyjan hjá gmail.com Á barn á Sunnuhvoli
Kristín Mjöll Benediktsdóttir. Netfang kristin hjá icefresh.is Á börn á Búðargili og Huldusteini
Valdimar Óskarsson. Netfang valdimaroskarsson hjá gmail. com Á barn á Vökuvöllum.
Rósa Tryggvadóttir. Netfang rosa hjá efling.is Á barn á Búðargili
Ævar Þór Ólafsson. Netfang avar hjá rms.is Á barn á Sunnuhvoli

Tengiliður foreldrafélagsins við skólann Þórlaug Þorfinnsdóttir aðstoðarskólastjóri Netfang: thth hjá akmennt.is

Á fundi foreldrafélagsins þann 12.10. 2010 var lögum félagsins breytt
Lög foreldrafélags Naustatjarnar
:  Eftir breytingar 12.10.2010:

  1. gr. Nafn félagsins er Foreldrafélag Naustatjarnar, kt. 590504-3190
  2. gr. Félagar eru allir foreldrar eða forráðamenn barna á Naustatjörn, félagið er einnig opið starfsfólki leikskólans.
  3. gr. Tilangur félagsins er:   a) að stuðla að velferð barna á Naustatjörn b) að styrkja samskipti og samstarf   foreldra/forráðmanna barnanna og starfsfólksins.
  4. 4.gr. Stjórn félagsins skal kosin á aðalfundi og skipa skal 5 manns til minnst eins árs í senn. Einn fulltrúi skal vera af hverri deild.
  5. gr. Öllum félagsmönnum er frjálst að koma með tillögur til stjórnar um fræðslufundi eða upplýsingar er varða hina ýmsu þroskaþætti barna.
  6. gr. Lögum félagsins má einungis breyta á aðalfundi. Tillögur til lagabreytinga verða að hafa borist stjórn félagsins í síðasta lagi þrem dögum fyrir auglýstan aðalfund.
  7. gr. Aðalfundur skal haldinn að hausti ár hvert og skal til hans boðað með 10 daga fyrirvara til þess að hann teljist löglegur.
    8. gr. Árgjald félagsins skal ákveðið á aðalfundi og skal það innheimt að hausti.