Category Archives: Tilkynningar

Danskennsla í boði Foreldrafélags Naustatjarnar.

Kæru foreldrar. Föstudagana 10. og 17.  febrúar kemur Eva Reykjalín og verður með danskennslu í boði foreldrafélags Naustatjarnar. Þetta var einnig gert á síðasta skólaári og tókst svo vel að ákveðið var að endurtaka leikinn.  Með kveðju, stjórn Foreldrafélags Naustatjarnar.

Fréttabréf, dagatöl og matseðill fyrir febrúar

Fréttabréf og dagatöl frá öllum deildum eru komin inn á síðuna. Matseðill mánaðar er einnig kominn inn.  Þessi gögn er að finna undir Upplýsingar > Fréttabréf og dagatöl deilda og Upplýsingar > Matseðill/mötuneyti.

Yfirlit yfir helstu smitsjúkdóma barna

Foreldar geta verið í óvissu um hvort og þá hvenær börn þeirra mega koma í skólann þegar þau veikjast. Hægt er að skoða töflu  með helstu upplýsingum fyrir foreldra á slóðinni Foreldarar > Yfirlit yfir helstu smitsjúkdóma barna.

Jólasveinahúfukakó

Niðvikudaginn 7. desember höldum við okkar árlega jólasveinahúfukakó. Þá fáum við heitt kakó og nýbakaðar bollur með osti og að sjálfsögðu með jólasveinahúfur á kollinum. Elsti árgangur borðar á sínum deildum og býður nemendum 1. bekkjar í kakó og bollur. Aðrir árgangar borða í sal Naustatjarnar og verður allt á rólegu nótunum.

Jólaverkstæði föstudaginn 2. desember

Föstudaginn 2. desember er foreldrum boðið að koma og eiga góða stund með börnunum fyrir jólin. Tímar sem eru í boði eru milli kl. 09:30-11:00 eða á milli kl. 14:00-15:30. Þrjú verkefni eru í boði og reynt er að nota sem mest af endurvinnanlegum efnivið í verkefnin sem er í anda Grænfánaverkefnis skólans. Það verður eitt verkefni… Read More »

Fréttabréf, dagatöl og matseðill fyrir desember

Fréttabréf og dagatöl frá öllum deildum eru komin inn á síðuna. Matseðill mánaðar er einnig kominn inn.  Þessi gögn er að finna undir Upplýsingar > Fréttabréf og dagatöl deilda og Upplýsingar > Matseðill/mötuneyti.

Fréttabréf, dagatöl og matseðill í nóvember

Fréttabréf og dagatöl frá öllum deildum eru komin inn á síðuna. Einnig er matseðill mánaðar kominn inn. Þegar öll gögn hafa skilað sér er þau að finna undir Upplýsingar > Fréttabréf og dagatöl deilda og Upplýsingar > Matseðill/mötuneyti.