Jólasveinahúfukakó

Niðvikudaginn 7. desember höldum við okkar árlega jólasveinahúfukakó. Þá fáum við heitt kakó og nýbakaðar bollur með osti og að sjálfsögðu með jólasveinahúfur á kollinum. Elsti árgangur borðar á sínum deildum og býður nemendum 1. bekkjar í kakó og bollur. Aðrir árgangar borða í sal Naustatjarnar og verður allt á rólegu nótunum.

Jólaverkstæði föstudaginn 2. desember

Föstudaginn 2. desember er foreldrum boðið að koma og eiga góða stund með börnunum fyrir jólin. Tímar sem eru í boði eru milli kl. 09:30-11:00 eða á milli kl. 14:00-15:30. Þrjú verkefni eru í boði og reynt er að nota sem mest af endurvinnanlegum efnivið í verkefnin sem er í anda Grænfánaverkefnis skólans. Það verður eitt verkefni… Read More »

Fréttabréf, dagatöl og matseðill fyrir desember

Fréttabréf og dagatöl frá öllum deildum eru komin inn á síðuna. Matseðill mánaðar er einnig kominn inn.  Þessi gögn er að finna undir Upplýsingar > Fréttabréf og dagatöl deilda og Upplýsingar > Matseðill/mötuneyti.

Búðargil – síðustu dagar

Jæja nú eru komnar nokkrar nýjar myndir inn hjá okkur svo endilega skoðið þær Síðustu daga höfum við verið að byrja á jólagjöfum og syngja jólalög, á næstu vikum verum við svo á fullu í því að vinna með jólin, við viljum minna ykkur á að skrá ykkur á jólaverkstæðið sem verður næsta föstudag 2… Read More »

Vökuvellir-fyrsti snjódagurinn

Loksins loksins segja sumir… Snjórinn lét loksins sjá sig.. við náðum í snjó inn og fengu börnin að smakka… einnig settum við lit í snjóinn og létum hann svo bráðna…   

Sunnuhvoll

Við vorum að setja inn nýjar myndir. Það er búið að vera ýmislegt um að vera hjá okkur undanfarið. Við fórum í skemmtilega heimsókn í vikunni um borð í Oddeyrina til Pálma pabba Hilmars Gauta, þar sáum við margt spennandi og skemmtilegt og börnin voru til fyrirmyndar. Í dag vorum við svo aðeins að fjalla… Read More »

Vökuvellir – Yngri hópur og skynfærin

Með 2 ára börnunum vinnum við með verkefnið „ég sjálfur og líkaminn minn“. Fjölskyldutrén okkar eru að taka á sig mynd og fóru nokkur upp á vegg í dag, við bíðum núna bara eftir fleiri myndum 🙂 Þannig geta þau alltaf séð myndir af sjálfum sér með fjölskyldu og ættingjum í leikskólanum. Undan farið höfum… Read More »

Vökuvellir – Heimir í heimsókn

Heimir frá Tónlistarskóla Akureyrar kom í dag (15. nóvember) og spilaði undir frábæra söngstund í salnum með okkur öllum á Naustatjörn. Við á Vökuvöllum sátum á fremsta bekk og voru börnin alveg dolfallin, svo skemmtileg tilbreyting og frábært að hafa undirspil.

Fréttabréf, dagatöl og matseðill í nóvember

Fréttabréf og dagatöl frá öllum deildum eru komin inn á síðuna. Einnig er matseðill mánaðar kominn inn. Þegar öll gögn hafa skilað sér er þau að finna undir Upplýsingar > Fréttabréf og dagatöl deilda og Upplýsingar > Matseðill/mötuneyti.

Vökuvellir – FJÖLSKYLDUTRÉ

Eins og sést á meðfylgjandi mynd finnst börnunum okkar rosalega gaman að mála (sjá allar myndirnar hér: https://www.flickr.com/photos/136540095@N04/albums/72157675997170905). Í dag máluðu allir sitt fjölskyldutré, þannig að núna bíða börnin (og við 😉 spennt eftir að fá fjölskyldumyndir til að líma á trén. Eins og við höfum nefnt áður þurfa myndirnar ekki að vera framkallaðar á ljósmyndapappír, það… Read More »