Vökuvellir-ferðir

Börnin á Vökuvöllum hafa verið mjög dugleg að fara í ferðir og eru orðin duglega að halda hópinn og fylgja reglum. Við höfum farið í bæjarferðir, strætóferðir, lystigarðinn og á leikvelli í nágrenninu.

Vökuvellir-bangsavika

Núna er bangsavika í leikskólanum þar sem alþjóðlegi bangsadagurinn er núna í vikunni, 27. október. Börnin límdu saman líkamsbúta bangsa og kom það skemmtilega út. Þetta þjálfar hjá þeim líkamsvitund, rýmisgreind, nákvæmni og samhæfingu. Börnin mega síðan koma með sína bangsa í leikskólann þessa viku.

Norræn leikskólaráðstefna á Akureyri

Dagana 13. og 14. október verður haldin hér á Akureyri norræn leikskólaráðstefna. Gestir frá Västerås í Svíþjóð, Randers í Danmörku, Lathi í Finnlandi, Ålasund í Noregi auk íslenskra leikskólakennara sitja ráðstefnuna. Þáttur í ráðstefnunni eru vinnusmiðjur sem haldnar eru í leikskólum á Akureyri. Ein slík verður haldin hér á Naustatjörn  föstudaginn 14. október. Um er að… Read More »

Ný stjórn Foreldrafélags Naustatjarnar

Hægt er að sjá hvaða foreldrar skipa nýja stjórn Foreldrafélags Naustatjarnar undir Foreldrar > Foreldrafélag skólans. Hægt er að hafa samband við meðlimi stjórnar ef þið viljið koma hugmyndum eða ábendingum til þeirra varðandi hvað foreldrafélagið gerir fyrir börnin.

Samstarfsáætlanir Naustatjarnar og Naustaskóla

Nú eru samstarfsáætlanir Naustatjarnar og Naustaskóla komnar á vefinn. Tvær áætlanir eru gerðar, annars vegar á milli skólana sjálfra og líka á milli leikskóladeilda og 1. bekkjar. Þessi gögn eru undir Upplýsingar > Samstarf Naustatjarnar og Naustaskóla.

Kennsluáætlanir deilda

Hægt og sígandi er verið að uppfæra ýmsar upplýsingar á heimasíðu skólans. Nú eru komnar kennsluáætlanir frá Sunnuhvoli, Fífilbrekku, Tjarnarhóli og Huldusteini á síðuna. Þessi gögn eru undir Skólastarfið> Kennsluáætlanir.

Fréttabréf, dagatöl og matseðill fyrir október

Fréttabréf og dagatöl frá öllum deildum eru komin inn á síðuna. Einnig er matseðill mánaðar kominn inn. Þegar öll gögn hafa skilað sér er þau að finna undir Upplýsingar > Fréttabréf og dagatöl deilda og Upplýsingar > Matseðill/mötuneyti.

Rafrænar deildarkynningar

Ákveðið hefur verið að breyta fyrirkomulagi deildarkynninga sem kynntar eru á skóladagatali. Í stað þess að boða foreldra á fundi kl. 15:00 – 16:00 þar sem kennarar kynna vetrarstarfið fyrir foreldrum ætla deildarstjórar að hafa „rafræna“ kynningu, þ.e. þeir munu senda til foreldra ítarlegar upplýsingar um starfið auk ýmissa hagnýtra upplýsinga. Þessi leið hefur verið farin… Read More »

Vökuvellir – september að líða undir lok

Kæru foreldrar þá fer september að líða undir lok og börnin ykkar sem byrjuðu á Vökuvöllum í ágúst búin að vera hjá okkur í meira en mánuð og orðin leikskólavön 🙂 Börnin standa sig rosalega vel enda mikil áskorun að þurfa að sitja kyrr við matarborð, í samveru, í forstofu, liggja kyrr í hvíld og bíða… Read More »